top of page
  • Þarf að taka til fyrir þrif?
    Já, það er mikilvægt að taka til og ganga frá hlutum á sína staði fyrir þrif. Ekkert dót (t.d. leikföng) eða sem minnst, má vera á gólfum ef það á að ryksuga og skúra gólf.
  • Hvað er átt við með því að þurrkað er af aðgengilegum yfirborðsflötum?
    Þá þrífum við ofan á aðgengilegum borðum og gluggagistum.
  • Hvað koma margir hverju sinni að þrífa?
    Almennt mæta tveir starfsmenn.
  • Hvar finn ég verðupplýsingar?
    Öll verð eru undir flipa "Pantaðu þjónustu" hér að ofan.
  • Komið þið með allt?
    Já, við komum með allt sem þarf, ryksugu, tuskur og hreinsiefni.

Skilmálar

Upplýsingar á heimasíðu eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur. 

Verð á þjónustu eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

Verð geta breyst án fyrirvara. 

Það er á ábyrgð kaupanda að kynna sér hvað er innifalið í þjónustu sem pöntuð er.

PN þrif ehf áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir ef t.d. er um að ræða tvíbókanir. 

Greiðslumáti

Þú færð sendan reikning á tölvupóst og krafa er send í heimabanka með eindaga 7 dögum eftir að þrifin hafa átt sér stað. 

Þú hefur því tækifæri til að gera athugasemd við þjónustu.

Endilega hafðu samband við okkur ef þrifin eru ekki í samræmi við væntingar þínar.

Afbókun

Ef þú þarft að afbóka eða breyta tímanum, þarf að gera það með 12 klst. fyrirvara, að öðrum kosti áskilur PN þrif sér rétt til að innheimta 5.000 krónur fyrir tapaðan tíma. Einnig ef starfsmaður mætir en er ekki hleypt inn á umsömdum tíma.

Með því að panta þjónustu hjá PN þrif, samþykkiru þessa skilmála.

bottom of page